BRYNJA Hússjóður leitast við að halda neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar í lágmarki og hvetur hvern starfsmann til hins sama hvar sem hann er staddur á vegum sjóðsins.Umhverfisstefnu BRYNJU Hússjóðs gætir í daglegum rekstri, m.a. við ráðgjöf, í innkaupum, í vali á birgjum, í notkun orkufrekra tækja og í förgun og endurnýtingu úrgangs.
Neikvæðum umhverfisáhrifum af rekstri sjóðsins er haldið í lágmarki með því að:
Brýnt er að minnka orkunotkun í samgöngum og minnka um leið losun lofttegunda og úrgangsefna við bruna jarðefnaeldsneytis.
BRYNJA Hússjóður hvetur því starfsmenn til að hagræða í ferðum á vegum sjóðsins. Sjóðurinn hvetur einnig til vistvænna ferða í og úr vinnu og stuðlar að því að gera slíkt mögulegt.
Hjá BRYNJU Hússjóði er lögð áhersla á öruggt og heilnæmt vinnuumhverfi á skrifstofum, verkstæði og verkstöðum.
Til að tryggja stöðugar umbætur á sviði vinnuverndarmála er gerð greining á starfsumhverfi (áhættumat) fyrir öll störf og fylgst með þróun í lagaumhverfinu m.t.t. umhverfis- og öryggismála.