Fara í efni

Mikil ánægja með þjónustu Brynju meðal leigjenda félagsins

Dagana 5. til 30. mars 2024 fór fram könnun á vegum Gallup meðal leigjanda Brynju. Markmið könnunarinnar var að skoða viðhorf leigjanda til þjónustu Brynju ásamt því að spyrja út í aðra þætti tengda starfseminni og framtíðarverkefni.

Alls voru lagðar fram 28 spurningar og hefjast margar þeirra á: „Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með eftirfarandi þætti í starfsemi Brynju?

 

Ánægjulegt er að sjá að mikill meirihluti leigjanda Brynju er mjög ánægður eða frekar ánægður með ofangreinda þætti í starfsemi félagsins. Þá er jafnframt ánægjulegt að félagið er að bæta einkunn sína í öllum þessum liðum frá síðustu könnun sem var framkvæmd árið 2022.

Þjónustukannanir af þessu tagi er mikilvægt tæki fyrir Brynju til að bæta þjónustu sína og til að fá betri yfirsýn yfir þá þætti sem þarf að skerpa á í starfseminni.

Brynja þakkar öllum leigjendum sem gáfur sér tíma til að svara könnuninni.