Lýsing á rannsókn

Unnið fyrir BRYNJU | Hússjóð ÖBÍ
Markmið Að meta starfsemi Brynju – Hússjóðs. Upplýsingarnar verða nýttar til að bæta þjónustu hússjóðsins. Til viðbótar verða niðurstöðurnar bornar saman við niðurstöður úr þjónustukönnunum sem gerðar voru árin 2010 og 2014.
Skýrsluskil
  1. desember 2018
Framkvæmd Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
Undirbúningur Hafsteinn Einarsson
Gagnaöflun, hreinsun og úrvinnsla Hafsteinn Einarsson
Skýrslugerð Hafsteinn Einarsson

Inngangur

Haustið 2018 sá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um þjónustukönnun fyrir Brynju - Hússjóð Öryrkjabandalagsins. Könnunin var gerð á meðal leigjenda húsnæðis á vegum hússjóðsins. Markmið könnunarinnar var að meta starfsemi Brynju - Hússjóðs, koma auga á það sem betur mætti fara og styrkja það sem gott er. Ætlunin er að nýta þessar upplýsingar til að bæta þjónustu hússjóðsins. Árin 2010 og 2014 gerði Félagsvísindastofnun samskonar þjónustukönnun og árið 2006 var áþekk könnun gerð sem beindist að ákveðnu húsnæði á vegum Brynju. Hér verður gert grein fyrir niðurstöðum og sýndur samanburður við svör sem fengust í fyrri könnunum, þar sem það á við.

Framkvæmd og heimtur

Leitast var við að ná til allra íbúa í húsnæði á vegum Brynju – Hússjóðs, sem eru 705 talsins. Íbúum var sent bréf þar sem rannsóknin var kynnt og óskað eftir þátttöku þeirra. Í bréfinu kom fram að könnunin væri aðgengileg á vef Félagsvísindastofnunar og að hún yrði send í tölvupósti til þeirra sem væru með skráð netfang hjá Brynju – Hússjóði en að spyrill á vegum Félagsvísindastofnunar myndi hringja í aðra innan nokkurra daga og leggja könnunina fyrir þátttakendur. Spyrlar á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands hringdu í íbúana á tímabilinu 22. nóvember til 14. desember 2018. Í símtalinu var þátttakendum boðið að svara könnuninni í gegnum síma eða svara henni á netinu. Alls tóku 461 íbúar þátt í könnuninni og er brúttósvörun því 65%. Af ýmsum ástæðum töldust 31 til brottfalls; 7 töluðu ekki íslensku og 24 gátu ekki tekið þátt af heilsufarsástæðum. Nettósvarhlutfall í könnuninni var því 68% (sjá töflu 1).

Tafla 1.    Framkvæmd könnunarinnar
Framkvæmdamáti Síma- og netkönnun
Upplýsingaöflun 22.11.2018 - 14.12.2018
Heildarfjöldi í úrtaki 705
Fjöldi svarenda 461
Brottfall 31
Svarhlutfall 68%

Úrvinnsla

Niðurstöður eru birtar í töflum og myndum í niðurstöðukafla. Töflurnar sýna hlutföll svarenda í afstöðu sinni til svarmöguleika sem í boði voru, sem og vikmörk fyrir hlutföllin. Vikmörk gefa til kynna með 95% vissu á hvaða bili má gera ráð fyrir að raunverulegt hlutfall í þýðinu sé (þ.e. ef allir íbúar hefðu svarað). Í bakgrunnstöflum má sjá spurningar greindar eftir bakgrunnsþáttunum svarenda sem eru kyn, aldur, búseta, heimilisfang, hjúskaparstaða og ráðstöfunartekjur á mánuði. Í töflunum eru aðeins birt svör þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sökum er mismunandi fjöldi svara á bak við hverja töflu. Þó nokkrir þátttakendur kusu að svara ekki spurningum um ráðstöfunartekjur og hjúskaparstöðu og þar af leiðandi er fjöldi svara undir „Hjúskaparstaða“ og „Ráðstöfunartekjur á mánuði“ í greiningatöflum færri en heildarfjöldi svarenda gefur til kynna.

Niðurstöður eru jafnframt birtar í myndum sem sýna samanburð milli kannana árin 2010, 2014 og 2018, þar sem það á við. Svör í könnuninni voru greind með þeirri tölfræði sem er viðeigandi fyrir hverja og eina spurningu. Marktektarprófið kí-kvaðrat var notað til að meta hvort tölfræðilega marktækur munur væri á hlutföllum mismunandi hópa. Ef tölfræðileg marktekt kemur fram er það gefið til kynna með stjörnumerkjum. Ein stjarna þýðir að innan við 5% líkur séu á því að munur sem sést í hópi svarenda sé kominn til af tilviljun (p<0,05). Með öðrum orðum getum við sagt með 95% vissu að sá munur sem birtist í úrtakinu sé einnig til staðar meðal allra íbúa á vegum Brynju - Hússjóðs. Tvær stjörnur þýða að munurinn sé marktækur miðað við 99% öryggi (p<0,01) og þrjár stjörnur þýða að fullyrða megi með 99,9% vissu að munurinn sé til staðar í þýði (p<0,001). Sömuleiðis eru niðurstöður merktar óg ef gögnin uppfylltu ekki forsendur tölfræðiprófsins. Í þeim tilvikum er ekki hægt að álykta um það hvort sá munur sem birtist í úrtakinu sé til staðar meðal allra íbúa Brynju – Hússjóðs eða ekki.

Bakgrunnsupplýsingar

Tafla 2.   Kyn

  Fjöldi svara Hlutfall Hlutfall
Karl 242 52,6%  53%
Kona 218 47,4%  47%
Fjöldi svara 460 100,0%
Ekki skráð 1
Alls 461

Tafla 3.   Aldur

  Fjöldi svara Hlutfall Hlutfall
19-49 ára 143 31,1%  31%
50-59 ára 116 25,2%  25%
60 ára og eldri 201 43,7%  44%
Fjöldi svara 460 100,0%
Ekki skráð 1
Alls 461

Tafla 4.   Búseta

  Fjöldi svara Hlutfall Hlutfall
Höfuðborgarsvæði 382 82,9%  83%
Landsbyggð 79 17,1%  17%
Alls 461 100,0%

Tafla 5.   Heimilisfang

  Fjöldi svara Hlutfall Hlutfall
Hátún 10 106 23,0%  23%
Sléttuvegur 35 7,6%  8%
Annað 320 69,4%  69%
Alls 461 100,0%

Tafla 6.   Hjúskaparstaða

  Fjöldi svara Hlutfall Hlutfall
Í hjónabandi eða í sambúð 62 13,9%  14%
Einhleyp(ur) 263 59,1%  59%
Fráskilin(n)/ekkja eða ekkill 120 27,0%  27%
Fjöldi svara 445 100,0%
Veit ekki 3
Vil ekki svara 13
Alls 461

Tafla 7.   Ráðstöfunartekjur á mánuði

  Fjöldi svara Hlutfall Hlutfall
220 þúsund eða lægri 70 26,4%  26%
221-299 þúsund 131 49,4%  49%
300 þúsund eða hærri 64 24,2%  24%
Fjöldi svara 265 100,0%
Veit ekki 0
Vil ekki svara 196
Alls 461

Niðurstöður

Niðurstöður fyrir hverja spurningu eru greindar í þremur flipum. Til að fara milli flipa smellirðu á nafn flipans. Fyrsti flipinn sýnir tíðnitöflu, þar sem sjá má hlutföll fyrir hvern svarmöguleika árið 2018. Í öðrum flipa er spurningin greind eftir bakgrunni svarenda (kyni, aldri, búsetu, heimilisfangi, hjúskaparstöðu og tekjum) árið 2018. Flipinn bakgrunnsgreining hefur verið fjarlægður úr nokkrum töflum þar sem dreifing svara var ójöfn, til að forðast rekjanleika. Síðasti flipinn er nefndur þróun, en þar má sjá breytingar á viðhorfum íbúa yfir tíma, þar sem niðurstöður fyrir árið 2018 eru bornar saman við niðurstöður fyrri kannana (athugið þó að nokkrar spurningar hafa bæst við frá fyrri útgáfum, þannig að ekki er hægt að gera samanburð yfir tíma á öllum spurningum). Niðurstöðum er skipt í nokkra kafla eftir spurningaþemum.

  • Þegar á heildina er litið eru viðhorf íbúa til búsetufyrirkomulags síns jákvæð og eru færri óánægðir nú en í fyrri könnunum. Lítill munur er á afstöðu eftir bakgrunni og búsetufyrirkomulagi svarenda.
  • Mikill meirihluti íbúa á vegum Brynju – Hússjóðs Öryrkjabandalagsins, eða 87%, telja gott að búa í þeirri íbúð sem þeir búa í. Árið 2010 fannst 86% íbúanna frekar eða mjög gott að búa í íbúðinni og 82% árið 2014. Niðurstöðurnar benda til jákvæðrar þróunar milli kannana, þar sem 62% íbúa telja mjög gott að búa í sinni íbúð sem er hæsta hlutfallið í könnunum til þessa.
  • Íbúar eru líklegri til að velja það fyrirkomulag sem þeir búa við en annars konar fyrirkomulag nú en árið 2014. Mikill meirihluti (82%) íbúa myndi kjósa að búa þar sem þau búa nú fremur en annað fyrirkomulag miðað við þær tekjur sem þeir hafa í dag. Ríflega helmingur (59%) þeirra sem sagðist myndi kjósa að búa við annars konar fyrirkomulag vildi búa í annarri íbúð á vegum Brynju – Hússjóðs.
  • Tæplega einn af hverjum þremur íbúum (29%) eru tilbúnir til að greiða hærri leigu ef þeir fengju stærra húsnæði sem aukning frá árinu 2014 og töluvert hærra hlutfall en árið 2010. Þeir sem búa í einstaklingsíbúðum eða stúdíóíbúðum og fluttu í núverandi húsnæði á vegum Brynju á árunum 2011-2014 eru líklegri en aðrir til að segjast tilbúnir að greiða hærri leigu fyrir stærra húsnæði. Sömuleiðis telur meirihluti svarenda (82%) þjónustu á skrifstofu Brynju – Hússjóðs almennt góða. Á það sérstaklega við um þá sem fluttu í núverandi húsnæði á vegum Brynju á árunum 2014-2018.
  • Um helmingur (52%) íbúa hefur flutt í húsnæði á vegum Brynju - Hússjóðs frá árinu 2011 eða síðar. Enginn marktækur munur er á búsetutíma eftir bakgrunni.
  • Um sjö af hverjum tíú íbúa (69%) hafa flutt í núverandi húsnæði sitt á vegum Brynju - Hússjóðs frá árinu 2011 eða síðar. Fleiri hafa nýlega flutt í húsnæði í Hátúni 10 en önnur heimilisföng, en að öðru leyti er enginn marktækur munur eftir bakgrunni.

Tafla 8.   Finnst þér almennt gott eða slæmt að búa í þinni íbúð?

  Fjöldi svara Hlutfall Hlutfall
Mjög gott 283 62,1%  62%
Frekar gott 113 24,8%  25%
Hvorki gott né slæmt 34 7,5%  7%
Mjög eða frekar slæmt 26 5,7%  6%
Fjöldi svara 456 100,0%
Vil ekki svara 5
Alls 461
  Mjög gott Frekar gott Hvorki gott né slæmt Mjög eða frekar slæmt Fjöldi Mjög eða frekar gott
Heild 62% 25% 7% 6% 456  87%
Kyn‌
Karl 60% 26% 8% 6% 239  86%
Kona 64% 24% 6% 5% 216  88%
Aldur‌
19-49 ára 62% 23% 10% 6% 142  85%
50-59 ára 59% 28% 6% 7% 115  87%
60 ára og eldri 64% 25% 6% 5% 198  89%
Búseta‌
Höfuðborgarsvæði 62% 25% 7% 6% 379  87%
Landsbyggð 64% 22% 9% 5% 77  86%
Heimilisfang‌
Hátún 10 54% 25% 12% 9% 106  78%
Sléttuvegur 60% 23% 9% 9% 35  83%
Annað 65% 25% 6% 4% 315  90%
Tegund húsnæðis‌
Einstaklingsíbúð/stúdíóíbúð 64% 19% 12% 5% 96  82%
2 herbergja íbúð 60% 28% 6% 6% 248  89%
3/4 herbergja íbúð/ Raðhúsi/Parhúsi/Einbýli 64% 23% 7% 6% 111  86%
Býrð þú ein(n) í íbúð?‌
61% 26% 8% 5% 362  87%
Nei 67% 22% 4% 8% 93  88%
Flutti í fyrsta húsnæði á vegum Brynju‌
2010 eða fyrr 61% 24% 8% 7% 202  85%
2011-2014 63% 24% 7% 6% 107  87%
2014-2018 64% 25% 7% 4% 119  89%
Flutti í núverandi húsnæði á vegum Brynju‌
2010 eða fyrr  58% 27% 9% 7% 135  84%
2011-2014  60% 28% 8% 5% 130  88%
2014-2018  68% 21% 5% 6% 175  89%
Hjúskaparstaða‌
Í hjónabandi eða í sambúð 71% 19% 2% 8% 62  90%
Einhleyp(ur) 58% 26% 10% 5% 262  84%
Fráskilin(n)/ekkja eða ekkill 65% 25% 4% 6% 119  90%
Ráðstöfunartekjur á mánuði‌ óg
220 þúsund eða lægri 63% 20% 9% 9% 70  83%
221-299 þúsund 59% 29% 7% 5% 130  88%
300 þúsund eða hærri 63% 24% 6% 6% 63  87%

Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001

óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Tafla 9.   Værir þú tilbúin(n) til að greiða hærri leigu ef þú fengir stærra húsnæði?

  Fjöldi svara Hlutfall Hlutfall
130 28,8%  29%
Nei 272 60,2%  60%
Ekki viss 50 11,1%  11%
Fjöldi svara 452 100,0%
Vil ekki svara 9
Alls 461
  Nei Ekki viss Fjöldi
Heild 29% 60% 11% 452  29%
Kyn‌
Karl 31% 58% 11% 237  31%
Kona 27% 62% 11% 214  27%
Aldur‌ *
19-49 ára 36% 49% 16% 140  36%
50-59 ára 25% 65% 10% 115  25%
60 ára og eldri 26% 65% 9% 196  26%
Búseta‌
Höfuðborgarsvæði 29% 60% 10% 375  29%
Landsbyggð 26% 60% 14% 77  26%
Heimilisfang‌
Hátún 10 32% 55% 12% 105  32%
Sléttuvegur 37% 54% 9% 35  37%
Annað 27% 62% 11% 312  27%
Tegund húsnæðis‌ *
Einstaklingsíbúð/stúdíóíbúð 38% 49% 14% 96  38%
2 herbergja íbúð 30% 60% 10% 245  30%
3/4 herbergja íbúð/ Raðhúsi/Parhúsi/Einbýli 18% 71% 11% 110  18%
Býrð þú ein(n) í íbúð?‌
29% 60% 11% 360  29%
Nei 27% 62% 11% 91  27%
Flutti í fyrsta húsnæði á vegum Brynju‌
2010 eða fyrr 29% 61% 10% 201  29%
2011-2014 30% 62% 8% 105  30%
2014-2018 28% 56% 16% 118  28%
Flutti í núverandi húsnæði á vegum Brynju‌ *
2010 eða fyrr  29% 61% 10% 133  29%
2011-2014  36% 60% 5% 129  36%
2014-2018  25% 60% 15% 173  25%
Hjúskaparstaða‌
Í hjónabandi eða í sambúð 30% 57% 13% 60  30%
Einhleyp(ur) 28% 62% 11% 260  28%
Fráskilin(n)/ekkja eða ekkill 29% 61% 10% 119  29%
Ráðstöfunartekjur á mánuði‌
220 þúsund eða lægri 26% 70% 4% 70  26%
221-299 þúsund 26% 65% 9% 130  26%
300 þúsund eða hærri 39% 48% 12% 64  39%

Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001

óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Tafla 10. Ef þú miðar við þær tekjur sem þú hefur í dag, myndir þú kjósa að búa áfram í þessari íbúð eða myndir þú vilja búa við annars konar fyrirkomulag?

  Fjöldi svara Hlutfall Hlutfall
Þar sem ég bý nú 347 82,0%  82%
Annars konar fyrirkomulag 76 18,0%  18%
Fjöldi svara 423 100,0%
Veit ekki 33
Vil ekki svara 5
Alls 461
  Þar sem ég bý nú Annars konar fyrirkomulag Fjöldi Annars konar fyrirkmomulag
Heild 82% 18% 423  18%
Kyn‌
Karl 82% 18% 223  18%
Kona 82% 18% 199  18%
Aldur‌
19-49 ára 80% 20% 127  20%
50-59 ára 77% 23% 106  23%
60 ára og eldri 86% 14% 189  14%
Búseta‌
Höfuðborgarsvæði 82% 18% 355  18%
Landsbyggð 84% 16% 68  16%
Heimilisfang‌
Hátún 10 80% 20% 98  20%
Sléttuvegur 72% 28% 32  28%
Annað 84% 16% 293  16%
Tegund húsnæðis‌
Einstaklingsíbúð/stúd